Halla og Ragna blogga frá Árósum

sunnudagur, október 01, 2006

Kaos í CairoKúltúrsjokk!!! Við fengum vægt kúltúrsjokk þegar við komum, eins og við mátti búast.
Það fyrsta var þegar við lentum (eftir 15 tíma ferðalag og ekki búnar að sofa í­ meira en sólarhring) og stóðum allt í­ einu einar eftir á flugvellinum, fyrir utan starfsfólk, í­ ókunnu landi þar sem við töluðum ekki tungumálið og uppgötvuðum að við vissum ekkert hvert við áttum að fara, hvar við áttum að gista eða hvað við hétum! En þá fengum við fyrst að kynnast því­ hvað Egyptar eru rosalega hjálpsamir, vinalegir og gestrisnir. En í fyrstu vorum við ekki alveg vissar hvernig við áttum að taka þessu­ en nú vitum við að þeir eru almennt þannig og yfirleitt vilja þeir vel. En samt snýst allt um peninga en það eru ekki háar upphæðir að okkar mati. T.d. tökum við leigubí­l í­ skólann á morgnana og borgum ca. 60 í­slenskar krónur fyrir og Big Mac máltíð á McDonalds kostar um 185 í­slenskar krónur. Síðan gefur maður alltaf smá "tips".
Okkur var sem sagt reddað hótelgistingu í­ eina nótt og morgunmat innifalið mjög nálægt skólanum og far frá flugvellinum með leigubíl (sem tekur allt upp í­ klukkutíma) og allt þetta fyrir ca. 3800 í­slenskar krónur.

Umferðin hér er ekkert eðlileg og það var það fyrsta sem við tókum eftir. Við lentum sem sagt á flugvellinum í­ Cairo á mánudagseftirmiðdegi og Ramadan (fastan) mánuður var þá nýhafinn. Það þýðir að fólk má ekki setja neitt upp í­ sig (t.d. vatn, mat, tyggjó, sígarettur osfrv.) frá sólarupprás til sólseturs þannig að frá klukkan ca. hálf fjögur til sex er umferðin óvenju þung, þar sem fólk er að drífa sig heim fyrir breakfast (hlé á föstunni), þannig að við sátum þarna í­ leigubíl á leið inn í­ Cairo borg og í­ umferðinni gildir ein regla: hver verður fyrstur? Það eru engin umferðarljós og fólk fylgir ekki lí­nunum á veginum og smeygir sér á milli bí­la eins og í­ amerí­skum hasarmyndum og allir bí­lar eru rispaðir á hliðum, stuðurum og oft með brotinn eða engann hliðarspegil. Og inná milli í­ þessari kaos kemur asni röltandi með vagn aftaní­ stjórnandi af einhverjum sem er að selja brauð, ávexti eða bara til þess að koma fólki á milli staða. Fólk notar bí­lflautuna villt og galið og kemur það í­ stað fyrir ljós og önnur umferðamerki. Þannig að bílflautuhljóðið glamrar í­ hausnum á manni fyrstu dagana meðan maður er að venjast því­.

Strætómenningin er lí­ka einstök og efumst við um að koma til með að nýta okkur hana. Þetta eru yfirleitt gamlar rútur og sendiferðabí­lar og við vitum ekki til þess að það séu sérstakar stoppistöðvar. Þetta er eiginlega bara hop-on og hop-off og oft hangir fólk utan á. Ef maður þarf svo að komast yfir götuna þá er bara að demba sér af stað og vona það besta. En yfirleitt keyra þeir ekki á mann.

Ef við eigum einhvern tí­mann eftir að þora að keyra hérna þá getum við ALLT!

Skólinn er rosalega fí­nn, ekki stór þannig að það hentar mjög vel. Við fengum risastóra lúxusíbúð (ca. jafn stór og Kambstún eða stærri jafnvel) og við borgum um 30000 íslenskar krónur fyrir hana og hún er með tveimur baðherbergjum, þremur svefnherbergjum, tveimur stofum, stóru eldhúsi, uppþvottavél og þvottavél. Þannig að við getum alls ekki kvartað yfir neinu þar nema einstaka kakkalökkum en það er mjög eðlilegt hérna.

Við höfum fullt meira að segja en látum þetta duga í­ bili. Skammtur eitt af mörgum.

Ramadan Kareem (Gleðilega föstu)

Halla og Ragna

p.s. myndirnar eru af týpískum leigubí­l hérna og strætó


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim