Kullu sana wa inti tayiba
Þá erum við komnar aftur til Cairó. Vorum hjá vinafjölskyldu okkar á Norðurströnd Egyptalands þar sem þau eiga jörð við Miðjarðarhafið. Þetta var algjör paradís. Þau eiga einkaströnd þannig að við gátum alveg notið sólarinnar og hafsins án þess að neinn væri að bögga okkur. Þetta var allavega frábær leið til að hlaða batteríin fyrir næsta mánuð.
Við kynntumst þeim í gegnum Souzane (bekkjarsystir Rögnu í Danmörku og hún er líka hérna að læra) og þau vildu endilega bjóða okkur þremur með. Við ætluðum nefninlega til Sharm el-sheik en þeim leist nú ekkert á það þar sem allir myndu flykkjast þangað núna því það er frí hjá öllum í þessari viku og erum við líka mjög fegnar að við fórum með þeim í staðinn.
Ströndin þeirra er sú hreinasta og flottasta sem við höfum séð. Þetta er svona týpist dæmi um strönd sem þú sérð í ferðabæklingunum en það er í raun aldrei þannig.
Öll vikan var bara endalaust "hygge", spilað, borðað góðan mat og að sjálfsögðu reynt að næla sér í einhverja smá brúnku því það er ekki hægt hérna í Cairó.
Á morgun byrjar svo skólinn aftur. Svo kom elsku mamma okkar og vinkona hennar hingað í gær og verðum við að reyna að hafa ofan af fyrir þeim í þessari viku.
Við erum búnar að setja inn nýjar myndir endilega kíkið á þær og ekki vera feimin við að kommenta.
Knús og kossar Ragna og Halla
p.s. Guðrún Elín til hamingju með nafnið, rúsína
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim