föstudagur, janúar 12, 2007

frh. árið 2006

Maí: Halla fór á Djúpavog til Drífu, Drafnar og Írisar og byrjaði að vinna í Við Voginn. Dröfn sótti Höllu í flug og síðan var rosalegt djamm á Egilsstöðum. Byrjaði að skipuleggja hin ýmsu djömm fyrir sumarið en lagði mest áherslu á Verslunarmannahelgina. Stefnan tekin á Þjóðhátíð.

Júní: Ragna lauk prófunum og náði öllu. Hún kom austur í lok júní og var þá búin að skipuleggja skiptinám til Beirút í Líbanon um haustið. Allt klappað og klárt.

Júlí: Fórum á Todmobile á Seyðisfirði sem var geggjað gaman. Helgina eftir var stefnan tekin á Borgarfjörð Eystri í Bræðsluna að hlusta á Belle and Sebastian og Emilíönu Torrini. Magnaðir tónleikar. Ísraelir byrjuðu að sprengja í Líbanon. Útlitið ekki gott fyrir skiptinámið hjá Rögnu.

Ágúst: Þjóðhátíð í Eyjum. Eitt af því skemmtilegasta sem við höfum upplifað. Fyrsta skipti Höllu en annað skipti Rögnu. Vorum í gleðivímu alla helgina og vikuna á eftir. Kvöddum Djúpavog með tárin í augunum en gleðin tók fljótt völd því við fórum beint til London með pabba á tónleika með Rolling Stones. Daginn eftir flugum við til Billund og vorum komnar heim til Árósa á mettíma. Mjög góð tilfinning að koma aftur. Byrjuðum strax í boltanum og kepptum nokkra leiki. Mikið djamm sumarsins og lítil hreyfing sagði til sín. Festugen hófst. Ragna hætti við að fara til Beirút eða ferðinni aflýst vegna óstöðugs ástands.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli