Halla og Ragna blogga frá Árósum

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Yeah baby yeah
Frábært partý....verð nú bara að segja. Vonum að allir hafi skemmt sér vel :)
Vorum að koma heim frá London. Fórum á föstudagsmorgun og erum búnar að brasa ýmislegt síðan. Fórum náttúrulega aðeins í búðir en kíktum líka á söngleikinn We Will Rock You, reyndum að kaupa miða á Chelsea vs. Liverpool en fengum ekki á viðráðanlegu verði en sáum samt Rafael Benitez, Reina, Pennant, Babel og einhverja fleiri (mjög tilfinningaríkt fyrir okkur systur), fórum út að borða á geggjaðan Líbanskan veitingastað og svo sáum við Arsenal vinna Blackburn í gærkvöldi. Ansi mögnuð ferð og maður verður sjálfsagt lengi að jafna sig eftir þetta. Mjög erfitt að koma sér inn hversdaginn eftir svona helgi en erum strax farnar að skipuleggja næstu ferð.
Settum inn myndir úr Austin Powers partýinu á myndasíðuna okkar svo að endilega kíkiði á þær.
Bið að heilsa í bili
Halla
p.s. til hamingju með afmælið, Regína, þann 7. febrúar. Vildum að við hefðum getað verið hjá þér :( knús og kram

1 Ummæli:

Þann 3:47 e.h. , Blogger Regína sagði...

Takk sætulíurnar mínar!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim