Fréttaskot
Það er svolítið merkilegt hvað Mið-Austurlönd eða Arabar voru hér á árum áður langt á undan Evrópuþjóðum hvað varðar hernað, efnahag, listir og vísindi en eitthvað gerðist sem olli því Vestrænar þjóðir náðu að vinna stríð eftir stríð og unnu lönd sín tilbaka og fóru að komast langt fram úr í viðskiptum og vísindum.
Ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu fyrir mér er sú að ég er að lesa bók eftir Bernard Lewis sem heitir ´What Went Wrong?' sem fjallar um viðbrögð Mið-Austurlanda við þessum breytingum og hvernig þeir skildu Evrópskan vopnabúnað, iðnað, ríkistjórnir, menntun og menningu. Þetta var mjög skemmtileg lesning því að munurinn á þessum tveimur heimum er svo mikill og maður fær meiri skilning eftir svona lestur. Höfundur bókarinnar er prófessor í Princeton Háskóla og hefur skrifað margar bækur um sögu Araba, Islam og margt fleira tengt þessu. Það vill nefnilega svo skemmtilega til, fyrir Lewis, að hann skrifar bókina fyrir 11. september og hann hefur sko eflaust nýtt sér það í markaðsetningu bókarinnar þ.e.a.s. að hann vissi að það væri eitthvað að. En þessi lesning var nú reyndar skyldulesning þar sem ég á að skrifa ritgerð út frá bókinni þar sem ég þarf að gera grein fyrir hugtakinu "Westernization" og menningarlegri þróun Mið-Austurlanda og Vesturlanda. Ég verð að segja að mér finnst þetta mjög spennandi og er fegin að hafa fengið þetta ritgerðarefni en ekki t.d. aðskilnað ríkis og kirkju sem var hrikalega leiðinlegur kafli.
Þetta var nú bara smá "hugmynd" af því sem maður er að gera í skólanum þessa dagana. Annars unnum við okkar fyrsta leik síðasta miðvikudag. Vorum nefnilega að byrja með nýtt ellefu manna lið þar sem við erum svo margar og þurftum því nánast alveg að byrja frá grunni þ.e.a.s. í nýrri seríu og með lið sem hefur ekki æft saman áður. Þannig að þetta var búið að vera skrautlegt fram að þessu en liðið sem að við unnum er í öðru sæti í seríunni þannig að við ættum að vera í ágætis málum. Ragna skoraði fyrsta markið en það var ansi flott og ég hef heyrt fólk tala um mark ársins :) Frábært hjá henni. Annað markið kom úr hornsendingu frá mér en Ann T. náði að setja hausinn í boltann sem endaði svo með sjálfsmarki. Svo að við systur áttum alveg okkar þátt í þessum sigri :) og auðvitað Sigrún líka sem stóð eins og klettur í markinu og varði hvert skotið á fætur öðru og var meira segja farin að fórna sér ansi mikið undir lokin en hún fékk rosa dúndru í andlitið og kom þ.a.l. í veg fyrir mark. Meiri naglinn.
Á dagskránni eru svo tónleikar með Pétri Ben í Voxhall á laugardaginn og svo er alveg að koma haustfrí.......jibbí.
Hafiði það gott, gæskurnar
Halla
1 Ummæli:
Hæ elskurnar
Erum komnar með frábært hús hérna í Toulon þannig að ef þið viljið skreppa í heimsókn í haustfríinu þá eruð þið meira en velkomnar :)
Og svo erum við að bulla eitthvað á síðunni okkar toulon.bloggar.is, getið kíkt á okkur
Kveðja, Bryndís
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim