Halla og Ragna blogga frá Árósum

laugardagur, ágúst 04, 2007

Halló Við Voginn

Gestir útihátíðarinnar Halló Við Voginn geta ekki kvartað yfir veðrinu en það hefur leikið við útihátíðargesti sem eru aðallega af erlendu bergi brotnu en þó einhverjir núverandi og fyrrverandi Kongóbúar þar á meðal og hafa þeir gætt sér á dýrindis fiskisúpu, hamborgurum, pylsum, samlokum að ógleymdri súkkulaðikökunni.

Maður verður bara að gera gott úr þessu fyrst maður er ekki að fara neitt. Fékk þvílíkan fiðring áðan þegar ég sá myndir frá Þjóðhátíð. Huggaði mig við það að veðrið yrði hvort sem er ömurlegt og maður væri búinn með rigningartjaldferðalagspakkann þetta sumarið en nei það var náttúrulega geggjað veður í Eyjum svo að það er spurning hvort maður drekkji ekki bara sorgum sínum í kvöld. En við ætlum bara að skella okkur á Todmobile á morgun svo það þýðir ekkert að væla.

Læt fylgja tvær myndir af fegurðinni hérna






Bjútifúl....bjútifúl
Setning helgarinnar: What´s the story drunken whore-y?
Halla

1 Ummæli:

Þann 1:06 e.h. , Blogger Regína sagði...

Úlala það er bara allt að gerast á blogginu - nýtt útlit og allt:) Glæsilegt!

Mikið er Djúbbinn alltaf fagur.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim