Halla og Ragna blogga frá Árósum

miðvikudagur, mars 21, 2007

Kokteilkvöld og nærbuxnamál

Ég er alveg búin að fá mig fullsadda á honum Ryan í O.C. Það er alveg merkilegt hvað hann getur átt bágt. Hann var nánast heimilislaus og bjó í "gettóinu" Chino og nú býr hann í mega villu og keyrir um á Range Rover en samt er hann ennþá bitur. Þvílíkt vanþakklæti. Ég er hætt að fylgjast með þessu. Maður verður bara pirraður að horfa upp á svona :)

Annars er það í fréttum að ég og Ragna komum heim á klakann um páskana nánar tiltekið eftir 8 daga. Það stóð nú ekki til en breyttist skyndilega og við erum bara mjög sáttar við það.

Undanfarið hef ég verið að þýða grein fyrir fornleifatímarit heima og aldrei hefði mig grunað hvað ég hef lært mikið af þessu. T.d. er ég búin að læra hvaðan orðið berserkur er upprunið og hvað mjöður VIRKILEGA er. Síðan var mjög skemmtilegur (og tvíræður) kafli um birni eða lýsing á þeim. Ég gat náttúrulega ekki setið á mér og sendi Birni mági mínum kaflann en hann hljóðaði einhvern veginn svona:
Björninn er ilfeti og skilur þar með eftir sig fótafar frá hæli til táa og hann sveiflar örmunum eins og mennirnir þegar hann gengur. Höfuð hans er hringlaga eins og hjá mönnunum, hann getur hallað bakinu að tréi þegar hann situr, hann elskar hunang, hann gefur ungum sínum á brjóst og grátur þeirra hljómar eins og barnsgrátur. Hann hefur vald á miklum orðaforða og hefur vel þróaða tilfinninganæma hegðun. Björninn virðist með öðrum orðum hálf mennskur.

Fyrir þá sem hafa fylgst með nærbuxnamálunum þá fórum við systur í bæjarferð í dag þar sem við keyptum mini ofn, blandara og Ragna keypti sér nærbuxur. Þannig að nú getum við hætt að steikja allan mat, enda komnar með ógeð af því, miðvikudagskvöld eru orðin kokteilkvöld hérna á Herredsvej og Ragna þarf ekki að óttast að lenda aftur í svipuðu atviki og í síðustu viku (ég þarf náttúrulega ekkert að spá í þessu enda nærbuxnasafn mitt óaðfinnanlegt).

En þangað til næst, knús og kossar

Halla

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim