Halla og Ragna blogga frá Árósum

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Nýjar myndir

Vorum að setja inn myndir frá desember og janúar. Vonandi virka þessir linkar en annars getið þið alltaf smellt á myndasíðan okkar hérna vinstra megin.

Annars er allt gott að frétta. Við héldum smá erindi í Bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn sl. fimmtudag um námið okkar, Islam og ferðina til Egyptalands. Þetta gekk rosa vel og það mættu mjög margir. Við bjuggumst ekki við því að það myndu svona margir mæta svo að við vorum mjög ánægðar með það hvað margir sýna þessu áhuga. Ragna skilaði svo arabískuritgerðinni sinni daginn eftir, Höllu til mikillar gleði en hún hafði ekki verið viðræðuhæf þangað til. Hehehe :-)

Senn líður að því að við snúum aftur til Árósa og við erum farnar að hlakka mikið til. Maður fær alltaf pínu leið á svona rútínuleysi eftir ákveðið langan tíma. Býst samt við því að við verðum komnar með ferðafiðring fljótlega. Erum líklega búnar að redda okkur vinnu í skóbúð í Árósum. Vorum að vinna á Tveimur Fiskum á föstudagskvöldið og það vildi svo skemmtilega til að þar var fólk sem eiga skóbúðir í Skandinavíu og m.a. Árósum og þeir sögðu að þeim vantaði alltaf gott starfsfólk svo að við skiptumst á e-mailum og vonandi gengur þetta.

Biðjum að heilsa í bili og sjáumst á þorrablótinu á Djúpavogi um helgina... jibbí!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim