Halla og Ragna blogga frá Árósum

föstudagur, janúar 12, 2007

frh. árið 2006

September: Addi frændi kom í heimsókn og Regína systir var hjá okkur út mánuðinn. Halla komst að því að námið hennar átti ekki að hefjast fyrr en 1. febrúar. Við tókum því ákvörðun að fara til Egyptalands í tvo mánuði og taka arabísku námskeið þar. Höfðum tvær vikur til að undirbúa allt. Tókum þó nokkur djömm þar sem við gerðum ráð fyrir þurrkatímabili næstu tvo mánuðina sem reyndist rétt. Vorum komnar til Kaíró 25. september. Stóðum þar tvær á flugvellinum og vorum ekki vissar hvað við værum búnar að koma okkur út í.

Október: Komum þegar Ramadan mánuður eða fastan var nýhafinn. Gaman að upplifa þann tíma en mjög skrítið líka. Kynntumst fullt af skemmtilegu fólki í skólanum. Fengum boð um að fara í sumarhús til egypskrar fjölskyldu sem við kynntumst. Það var sannkölluð paradís. Allt annað en Kaíró. Fórum líka í Bahria eyðimörkina og gistum undir berum himni í tvær nætur. Mögnuð lífsreynsla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim