Ísland, fagra Ísland
Þá er þessu ferðalagi okkar lokið í bili. Við lentum á Keflavíkurflugvelli í gærdag og það tók við þessi líka skemmtilegi kuldi. En við vorum smá svekktar því að það var ekki snjór en við gátum tekið gleði okkar í morgun því að þá var kominn snjór. Við lögðum af stað frá Kaíró klukkan eitt eftir miðnætti á miðvikudaginn og millilentum í Mílanó þar sem við þurftum að bíða í 7 klukkutíma. Þá héldum við áfram til Danmerkur og lentum á Kastrup um fimmleytið á fimmtudeginum. Þannig að þetta er búið að vera ansi mikið ferðalag og í morgun leið okkur dálítið skringilega enda eru þetta svolítil viðbrigði t.d. bara loftslagsbreytingarnar en við erum að koma til og erum sko alveg tilbúnar í djammið ef einhver hefur áhuga á tveimur gleðipinnum, hehehehe Settum inn fullt af myndum frá síðustu dögunum í Egyptalandi. Endilega kíkið á þær hér.
Við höfum tekið eftir því að fólk er mjög áhugasamt um það sem við vorum að gera þannig að ef einhver hefur spurningar eða langar sérstaklega að vita eitthvað um þetta þá erum við meira en tilbúnar að svara. Mælum líka með því að ef einhver er að fara í svona ferð þá er mjög gott að fá ýmsar ráðleggingar í sambandi við þetta allt saman frá einhverjum sem hefur verið þarna því þetta er svo allt annar menningarheimur en við þekkjum.
Við ætlum samt að halda áfram að blogga þó svo að við séum komnar heim. Maður sér líka hlutina í öðru ljósi þegar maður er kominn heim og búinn að melta þetta aðeins. Kannski dettur okkur eitthvað meira sniðugt í hug sem að við gleymdum að nefna.
En þangað til næst... knús og kossar
Ma´salama
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim