Halla og Ragna blogga frá Árósum

laugardagur, janúar 06, 2007

Gleðilegt nýtt ár.....

...og takk kærlega fyrir allt það liðna :)

Alveg komin tími til að skrifa eitthvað smá inná þetta blogg en það verður bara stutt og laggott í þetta skiptið. Nú er ca. mánuður liðinn síðan við stöllur komum heim til Íslands. Við erum búnar að gera ýmislegt af okkur, djamma smá, vinna smá (alltof lítið samt), hanga í Kringlunni og svona. Jólin voru bara hin ágætustu. Vorum hjá mömmu á aðfangadag og hjá pabba á jóladag og fengum frábærar afmælis- og jólagjafir, held barasta allt sem við báðum um, höfum það alltof gott :) Svo tókum við skyndiákvörðun 2. í jólum og hoppuðum til Egilsstaða þar sem Soffía Tinna sótti okkur á flugvöllinn og við skelltum okkur í spilapartý hjá Valdísi og Loga. Eftir það fórum við í suddalegt partý á Sólvöllunum og svo á Hetjuna. Skemmtum okkur alveg svakalega vel á Egilsstöðum, djamm á egs klikkar ekki. Síðan fórum við niðrá Congó til Drífu og co. Þar var mikið spilað Trivial og leironarí. Gamlársdagur var æðislegur. Þvílíkt gott veður, allir úti að spóka sig, góður matur, flott brenna, frábærir flugeldar og skemmtilegast áramótaball sem við höfum farið á! Brunuðum svo í bæinn með Ævari Orra í gær. Ferðin var þvílíkt fljót að líða, við hlógum svo mikið á leiðinni. Það er ekki leiðinlegt að eiga svona skemmtilegan frænda. Planið þennan mánuðinn er að reyna að vinna svoldið meira, Ragna þarf að vísu að skrifa 2 ritgerðir fyrir 22. janúar þannig að það verður svoldið að fara að spýta í lófana. Svo kíkjum við örugglega eitthvað út á lífið og að sjálfsögðu komum við austur á hinn fagra Djúpavog á Þorrablót 27. jan.

Bless í bili, Ragna og Halla

p.s. Allir að kíkja í Gamlársblað DV, viðtal við tvær svakaskvísur. Maður má nú alveg njóta sinnar 15 mínútna frægð (eru það 30 mínútur af því að við erum tvíburar?) ;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim