Árið 2006
Settum saman smá annál um árið 2006. Sáum að margir hafa gert þetta og það er svo gaman að lesa það.
Janúar: Halla var í Þorlákshöfn og sat sveitt við ritgerðarskrif. Ragna fór aftur til Árósa 5. janúar og tók próf. Halla fór aftur til Árósa í lok janúar og það urðu fagnaðarfundir á Rosenkrantsgade. Halla, Ragna og Sindri héldu svaðalegt rokkpartý í tilefni þess að við vorum að flytja út úr íbúðinni. Undirbúningstímabilið í fótboltanum hófst með útihlaupum og æfingum tvisvar í viku og það var sama hvernig viðraði.
Febrúar: Fluttum frá Rosenkrantsgade. Frekar blendnar tilfinningar en komumst að þeirri niðurstöðu að við ætlum aldrei að flytja í íbúð á fimmtu hæð, ekki með lyftu, og agalega þröngum stigagangi. Ragna og Halla fluttu saman í eitt herbergi í Skejby og deildu íbúð með annari stelpu. Undirbúningstímabilið komið á gott skrið.
Mars: Fengum íbúðina okkar á Herredsvej afhenta. Vorum mjög sáttar. Halla tók þá ákvörðun að halda ekki áfram í Handelshöjskolen í frönsku og evrópskum fræðum og útbjó í snatri umsókn í arabísku og íslamska menningu við Århus Universitet. Spiluðum nokkra æfingaleiki sem var mjög skemmtilegt. Vorum komnar í ágætis form eftir öll útihlaupin.
Apríl: Fórum heim í páskafríinu en það kom ekki til af góðu. Halla varð eftir á Íslandi og fór að hjálpa pabba sínum í kosningarbaráttunni. Ragna fór aftur til Árósa og hélt áfram í náminu og fótboltanum og tímabilið hófst.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim