frh. árið 2006
Maí: Halla fór á Djúpavog til Drífu, Drafnar og Írisar og byrjaði að vinna í Við Voginn. Dröfn sótti Höllu í flug og síðan var rosalegt djamm á Egilsstöðum. Byrjaði að skipuleggja hin ýmsu djömm fyrir sumarið en lagði mest áherslu á Verslunarmannahelgina. Stefnan tekin á Þjóðhátíð.
Júní: Ragna lauk prófunum og náði öllu. Hún kom austur í lok júní og var þá búin að skipuleggja skiptinám til Beirút í Líbanon um haustið. Allt klappað og klárt.
Júlí: Fórum á Todmobile á Seyðisfirði sem var geggjað gaman. Helgina eftir var stefnan tekin á Borgarfjörð Eystri í Bræðsluna að hlusta á Belle and Sebastian og Emilíönu Torrini. Magnaðir tónleikar. Ísraelir byrjuðu að sprengja í Líbanon. Útlitið ekki gott fyrir skiptinámið hjá Rögnu.
Ágúst: Þjóðhátíð í Eyjum. Eitt af því skemmtilegasta sem við höfum upplifað. Fyrsta skipti Höllu en annað skipti Rögnu. Vorum í gleðivímu alla helgina og vikuna á eftir. Kvöddum Djúpavog með tárin í augunum en gleðin tók fljótt völd því við fórum beint til London með pabba á tónleika með Rolling Stones. Daginn eftir flugum við til Billund og vorum komnar heim til Árósa á mettíma. Mjög góð tilfinning að koma aftur. Byrjuðum strax í boltanum og kepptum nokkra leiki. Mikið djamm sumarsins og lítil hreyfing sagði til sín. Festugen hófst. Ragna hætti við að fara til Beirút eða ferðinni aflýst vegna óstöðugs ástands.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim