Halla og Ragna blogga frá Árósum

mánudagur, febrúar 19, 2007

Loksins....loksins..

Enn ein helgin að baki og hún var sko ekki leiðinleg. Við skelltum okkur á þorrablót Íslendingafélagsins og það í fyrsta skipti en klárlega ekki síðasta og það var ekkert smá mikið stuð. Við fórum að vísu ekki á matinn en vorum mættar á slaginu 22:00 þegar húsið opnaði fyrir dansleik. Sixties spilaði og það var svo troðið á dansgólfinu að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er náttúrulega alltaf stuð í kringum Silju, Maren, Hlyn, Eddu, Öldu, Lovísu og Helga og það var engin undantekning í þetta skiptið. Að vísu ákváðum ég og Ragna að taka með okkur Tópas pela og bjóða upp á snafs og þar sem ég þurfti að geyma pelann þá endaði það með því að ég drakk mest af þessu. Við skulum bara segja að ég ætla ekki að bjóðast til þess í næsta skipti. Reyndar fannst ekki jakkinn minn þegar ég var að fara svo að ég auglýsi hér með eftir honum. Hann hefur mikið tilfinningalegt gildi og ég sakna hans :´( Ef þið vitið eitthvað um þetta mál þá megiði endilega láta mig vita.




Á miðvikudaginn, Valentínusardaginn, borðuðum við Soffía, Jenný og Þóra saman hjá Soffíu svona til þess að halda upp á þennan yndislega dag saman (kaldhæðni dauðans). Þetta var mjög notaleg stund og hrikalega góður matur. Ég fæ vatn í munninn þegar ég hugsa um það...mmmmmm....Verðum klárlega að gera þetta oftar.




Annars gengur lífið sinn vanagang með skóla og fótbolta. Arabíska deildin verður með smá "hyttetur" í næstu viku svona til að þjappa hópnum saman. Þetta er fyrir alla arabísku deildina þannig að þarna verða samankomnir þrír árgangar. Gaman að því.


Ég og Ragna erum búnar að fá okkur myspace síður svo að endilega add-ið okkur. Ég setti link á þær hérna til hliðar.
Knus og kram, Halla

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim