Súr gúrka?
Var að lesa stjörnuspána mína inn á mbl.is og vá hvað hún er góð:
Steingeit: Þú er jafn svalur og agúrka, svo það er erfitt fyrir fólk að vita að í raun líður þér einsog súrri gúrku. Svamlaðu um í edikinu um tíma, og þurrkaðu þér svo. Þú þarft ekki að binda um nein sár sem tímann læknar ekki.
Svoldið til í þessu. Ég og Halla áttum tíma pantaðan í dag í bólusetningu nr. 2. Við fórum fyrst í september áður en við fórum til Caíró og svo áttum við að mæta aftur núna og fá aðra sprautu sem dugar í 20 ár. Síðast þegar við fórum þá sprautaði hjúkkan okkur í lærið þannig að ég vaknaði upp við vondan draum í skólanum í dag því ég var í svo hræðilega ljótum nærbuxum. Mátti nú alls ekki láta sjá mig í þeim hjá hjúkkunni þannig að ég hjólaði á fullu heim til að skipta yfir í aðeins meira "fancy" buxur. Svo fór ég niðrí bæ og hitti Höllu fyrir utan og við fórum saman inn og hjúkkan biður okkur vinsamlegast að fara úr peysunni...djöhhh... ég sem var búin að hafa svo mikið fyrir því að skipta og svona. Við fórum nú bara að hlæja af þessu því það hefði verið svo týpískt að ég hefði bara rifið mig úr þarna á staðnum og staðið á nærbuxunum áður en hjúkkan hefði náð að segja eitthvað en sem betur fer gerðist það ekki.
Seinasta föstudag kíktum við til Soffíu þar sem Bóel og Vallý voru í heimsókn. Það var nú bara frekar rólegt miðað við. Fengum okkur nokkra öl og spiluðum Leironarí, óþarfi að tala um úrslitin enda hver man hvernig þetta fór :/
Daginn eftir var leikur hjá okkur í JAI. Ég og Halla vorum báðar að keppa og vorum heldur betur á skotskónum. Við unnum leikinn 5-1 og ég skoraði 2 mörk og Halla skoraði sitt fyrsta mark fyrir JAI og það með vinstri og það var meira að segja helv...flott mark!!
Um kvöldið var svo smá afmælispartý fyrir Maren. Við hittumst við síkið þar sem opnuð var freyðivín og henni var afhent kóróna. Við fórum svo út að borða og á hljómsveitakeppnina á eftir. Það var þvílíkt stuð, bara rokkhljómsveitir að keppa. Sind, hljómsveitin sem Hlynur og Danny eru í, komst áfram þannig að næst er það Semifinal í Voxhall 26. apríl. Getið skoðað þetta inná www.emergenza.net.
Sunnudagurinn fór bara í að liggja fyrir þar sem við vorum svo þreyttar eftir leikinn. Þurftum nefninlega báðar að spila í 90 mín því við vorum bara 11 og erum ekki alveg komnar í formið fyrir það en þetta var fín æfing.
Annars er ég bara að fara að byrja á Bachelorverkefninu mínu. Er samt ekki alveg búin að velja mér efni er í smá vandræðum með þetta en ég finn mér eitthvað spennandi. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir sem tengist arabísku eða islamskri menningu þá megiði endilega kommenta.
Helgin verður bara róleg, æfing frá 9-11 á föstudagskvöldið og svo leikur á sunnudaginn.
Góða helgi,
Ragna
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim