DRULLUgaman
Já það var sko DRULLUgaman á Keldunni. Þrátt fyrir smá bleytu og drullu þá var hópurinn svo jákvæður og hress að það var ekki annað hægt en að vera í stuði allan tímann og að sjálfsögðu vorum við með einkahúmorinn á hreinu: Íkingút og sjakkalahahh!
Sunnudagurinn var samt bestur og Muse fær 5 drullukökur af 5 mögulegum.
Ég, Valdís og Halla létum okkur hafa það að vera þarna frá miðvikudeginum og fram á sunnudag enda fengum við að kaupa svo frábært tjald af Gummó að það bjargaði svoleiðis lífi okkar þarna. Skítastuðullinn hjá okkur hækkaði svo mikið að okkur var alveg sama um smá drullu og skít svo framarlega sem svefntjaldi okkar var þurrt og hreint og eyrnatapparnir virkuðu :)
Annars er það að frétta að við systur erum komnar á Djúpavog í sveitasæluna og verðum að vinna í Við Voginn til enda ágúst mánaðar.
Júní mánuður hjá okkur fór bara í próf og ritgerðarskrif. Ég skilaði BA ritgerðinni minni 15. júní og fjallaði hún um konur í Egyptalandi og takmarkanir á vinnumarkaðnum hvort þær væru efnahagslegar, trúarlegar eða út af hefðum. Því miður hef ég ekki fengið að vita neitt hvernig gekk en ég vona náttúrulega bara það besta. Ég var með svo æðislega vejleder, sú sem kenndi mér á fyrsta ári, án hennar hefði ég aldrei getað þetta.
Veðrið í júní var þvílíkt gott en ég gat reyndar ekkert notið þess og það passaði alveg að þegar ég var búin í seinasta prófinu þá byrjaði að rigna, dæmigert.
Nú er ég sem sagt búin með allt sem tengist arabískunni í BA náminu og í haust byrja ég í ensku sem "sidefag". Ég þarf að taka 1 og hálfa önn eða 45 ECTS þar sem ég þurfti að fresta 15 ECTS þegar ég fór til Caíró þá klára ég á næsta ári en það skiptir engu máli það er bara hálfri önn á eftir áætlun. Ég er sem sagt að sjá fyrir endanum á þessu og minn hópur verður sá fyrsti sem útskrifast af nýju arabísku námslínunni í Århus Universitet, jubii!!
Hef ekki meir að segja í bili, vona að Valdís fari að setja inn myndir af Keldunni svo hægt sé að sjá hvernig stemmarinn var, takk fyrir geggjaða Keldu saman, þið vitið hverjir þið eruð :)
Kveðja, Ragna
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim