Halla og Ragna blogga frá Árósum

föstudagur, apríl 20, 2007

Blogg jibbí!!

Jújú, ég er á lífi! Bara búin að vera svoldið "busy" síðan ég kom heim úr páskafríinu.

Við vorum sem sagt á Íslandi um páskana sem var bara mjög fínt. Gátum því miður ekkert kíkt austur en gerum það bara næst. Náðum samt að hitta sem flesta sem var náttrúlega æðislegt. Kíktum í afmæli til Tinnu og þar hittist gamli góði stelpuhópurinn frá Congó og það var sko talað og talað og talað og greyið Tinna var held ég orðin svoldið þreytt þarna í lokin :)
Hittum líka Ölfu, Dröfn og Írisi sem var algjört æði því við gátum ekki farið til þeirra.
Svo var matarboð hjá mömmu og hennar fjölskylda mætti galvösk eins og vanalega. Svo fórum við í fermingu á Skírdag og uppá Keili og í Bláa Lónið með pabba á föstudaginn langa sem var alveg þvílíkt frískandi eftir allt átið um páskana.
Punkturinn yfir i-ið voru svo tónleikarnir með Björk og Hot Chip annan í páskum sem er voru alveg geðveikir, Hot Chip alveg að meika það, alveg pottþétt að fara aftur á tónleika með þeim.
Komum út aftur 10. apríl og dagarnir á eftir voru þvílíkt ljúfir 20 stiga hiti og sól ekki slæmt. Ég þurfti að fara í eitt munnlegt próf í arabísku á fimmtudeginum eftir páska sem átti að hafa verið í janúar en það klúðraðist eitthvað þannig að við þrjár í bekknum mínum sem vorum í Kaíró á seinustu önn þurftum að taka prófið núna. Það gekk bara ágætlega og er fínt að vera búin með það.

Nú er ég bara að lesa og skrifa BA ritgerðina sem á að skila 10. júní. Ég ætla að skrifa um konur í Kaíró og viðhorf þeirra til vinnumarkaðarins, athuga hversu stór hluti af vinnandi fólki eru konur og hvað geri það að verkum að þær vinni/vinni ekki er það af trúarlegum sökum eða er það samfélagið. Kemur í ljós :)

Deildin hjá okkur í fótboltanum er byrjuð á fullu, engir æfingarleikir núna bara alvaran. Var að keppa seinasta sunnudag og við unnum 1-2 sem var frábært og svo er leikur á eftir kl. 18.
Á morgun er svo forårsfest hjá félaginu. Það hafa um 70 manns skráð sig og þar af erum við stelpurnar 17 talsins þannig að afgangurinn er strákar, ekki svo slæmt ;)
Förum í fyrirpartý hjá fyrirliðanum okkar og kærustunni hennar sem búa bara rétt hjá þar sem festen er haldin og ég og Halla ætlum að bjóða uppá Opal og Tópas skot. Þetta verður örugglega þvílíkt stuð, Halla segir ykkur kannski frá þessu í næsta bloggi.

Ætla að halda áfram að lesa,

góða helgi

Ragna

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim