Halla og Ragna blogga frá Árósum

föstudagur, júní 08, 2007

I'm walking on sunshine , wooah
I'm walking on sunshine, woooah
I'm walking on sunshine, woooah
and don't it feel good!!
Hey , alright now
and dont it feel good!!
hey yeh
Rosalega er erfitt að sitja inni í svona hita. Ég og Ragna erum báðar að skrifa eða reyna að skrifa ritgerðir og íbúðin er eins og gufubað þannig að líklega verðum við að breyta læritaktíkinni yfir í það að skrifa á kvöldin og nóttinni í staðinn.
Ég skilaði einni ritgerð sl. mánudag um Ottómana tímabilið... afar spennandi. Ég get sent fólki eintak ef þess er óskað. Þetta var þriggja daga heimaverkefni sem fór fram síðustu helgi en það átti sér stað óvænt og óvelkomin truflun á laugardagsnóttinni en þá birtist RISA kónguló á gardínunni í herberginu mínu og þar sem við meikuðum ekki að díla við kvikindið þessa nótt þá flutti ég mig yfir í Rögnu herbergi og reyndi að sofa þar en gekk illa. Fundum svo kvikindið daginn eftir inní Rögnu herbergi þar sem hún hafði mjög líklega sofið við hliðiná okkur allan þennan tíma. Já, maður er hvergi óhultur. En við týndum henni aftur en hún fannst síðan á sunnudagsnóttinni en þá vaknaði Ragna upp við vondan draum og viti menn hún var mætt aftur. Þá varð gerð áætlun um að drepa hana sem heppnaðist vel og hún varð undir einu stykki Webster orðabók. Ég vona bara að hinar kóngulærnar frétti af dauðdaga hennar og láti ekki sjá sig í þessari íbúð og helst ekki nálægt henni. En boðskapur sögunnar er augljóslega sá að maður á ekki að vera heima á laugardagskvöldi.
Nú er bara að spýta í lófana og skrifa þangað til 15. júní en þá skilum við báðar og síðan fer ég í munnlegt próf í arabískunni milli 20. - 22. júní OG SVO er komið sumarfrí.......puha!!
Btw. var að setja inn myndir frá maí og það sem af er komið júní.
Hafiði það, Silja og Maren :)
Get ekki skrifað meir því grillmaturinn bíður................namm namm
Bless í bili
Halla

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim