Halla og Ragna blogga frá Árósum

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Hó hó hó....

Var að setja inn fullt af nýjum myndum svo að ef þið hafið áhuga þá getið þið kíkt á þær.

Það er búið að vera nóg að gera í þessum mánuði. Fengum heimsókn frá mömmu fyrstu helgina í nóvember og það var mjög notalegt. Tókum því bara rólega og fengum auðvitað íslenskt læri, nammi og lesefni. Maður fær bara ennþá vatn í munninn. Helgina eftir það fengum við pabba, Vigdísi og Drífu fósturmömmu í heimsókn. Það var æðislegt að hafa þau í heimsókn. Fórum út að borða á Al Meza, sem er Líbanskur staður, held ég, og ég mæli með þeim stað og það eyðileggur ekki fyrir að maður má taka með sér áfengi. Síðan eldaði pabbi hangikjöt með uppstúf og grænum baunum, nammi namm, ekkert smá jólalegt. Við gerðum nú ekki mikið annað en að hanga en kíktum aðeins í Bazar Vest og þar keypti ég mér loksins Shisha þannig að nú verður loksins hægt að bjóða upp á Shisha þegar fólk kemur í heimsókn. Takk æðislega fyrir heimsóknirnar mamma, pabbi, Drífa og Vigdís.

Síðustu helgi fórum við til Köben í lokahóf hjá íþróttaklúbbnum Stellu Löve en það var í rauninni afmælispartý hjá Valdísi og Addý. Ég, Ragna, Soffía og Steinunn klæddum okkur upp sem samhæft sundlið (syncronized swimmers). Addý og Valdís voru þeldökkir körfuboltagaurar og gjörsamlega óþekkjanlegar. Þarna var einnig að finna fótboltabullur, brimbrettagaur, karatemann, hjólreiðamann og auðvitað frumlegast af öllu..........skákmann. Þetta var ekkert smá gaman og vona að það verði jafn gaman í partýinu okkar sem verður auglýst síðar.






Annars eru bara 2 til 3 vikur eftir af þessari önn og síðan byrja prófin. Við þurfum báðar að fara í próf fyrir jól og ég þarf líka að fara í 2 próf eftir jól þannig að þetta verður eitthvað lítið jólafrí en það stoppar mann að sjálfsögðu ekki í því að fara á eins og eitt ball eða tvö. Planið er að koma heim 20. desember og vera til 7. janúar. Og ef einhver heldur að hann geti kennt mér heimspeki á þessum tíma þá er ég opin fyrir öllu :)

Bless í bili

Halla

3 Ummæli:

Þann 10:42 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Oh svoooo stutt í jólin.. Hlakka svo til að sjá ykkur!!!Eins gott að þið planið vel hvar þið verðið hvenær og hjá hverjum,, verðum að hittast sem mest. Gangi ykkur vel í prófum og á lokasprettinum. Kveðja Dröfn

 
Þann 1:59 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já heimsspeki segirðu..
uu.. Í dag var á morgun í fyrradag!

Eeeeekkert mál ef þú lætur sjá þig hérna á Congo, þá skal ég uppfylla sál þína af heimsspeki, speki sem kemur beint úr mínum hausi og er ekkert slor skal ég segja þér!

Að vera er eins og áðan... mjööög djúpt.. en kannski hægt að kenna þér!:p

 
Þann 11:37 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Dröfn: já, ég hlakka geðveikt til að koma heim :) Við verðum nú örugglega í rassgatinu á ykkur og á rassgatinu allan tímann:)

Gunnar: Þú segir nokkuð. Ég tek þig á orðinu. Þú ert að koma skemmtilega á óvart með þessari vitneskju þinni. Ég held að með einum bjórum eða tveimur verði maður ennþá betri í heimspeki:) Spáum í þetta

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim