Halla og Ragna blogga frá Árósum

mánudagur, september 24, 2007

Heyr heyr!

Mér finnst frábært framtak hjá þessum krökkum af erlendum uppruna að halda þetta málþing http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1293123 þetta er einmitt sem vantar í umræðuna á Íslandi, útskýringar á því hvernig er að aðlagast nýrri menningu, nýju samfélagi og þurfa að læra nýtt tungumál, það er sko meira en að segja það! Það vita allir sem hafa prófað það og að þora að standa fyrir framan fólk og tala á tungumáli sem þú kannt ekki 100% er bara virkilega erfitt og þarf mikið hugrekki til, manni líður alltaf svolítið "handicapped" þegar maður hefur ekki alveg tök á tungumálinu líka kannski af því að fólk er svo misjafnlega skilningsríkt.
Við höfum alveg gott af því að heyra meira um þetta því ég held að við séum ennþá svo miklir nýgræðingar í þessu en vonandi batnar það með frekar umræðu og fræðslu.

Annars er bara gott að frétta héðan úr Århus, veðrið er bara búið að vera frekar gott.
Það var "opstartsfest" hjá fótboltastelpunum á föstudaginn, alltaf ástæða til að halda partý. Á laugardaginn kíktum við á leik AGF-FC Nordsjælland, því miður töpuðu okkar menn en það var samt mjög gaman að fara á völlinn, alltaf stemning að fara á fótboltaleik. Mæli líka með því fyrir einhleypar stelpur að kíkja á völlinn, þarna eru karlmenn í meirihluta og ágætis kjötsýning ef ykkur finnst leikurinn ekki spennandi ;)
Um kvöldið kíktum við í innflutningspartý til Evu sem var að flytja niðrí bæ ásamt danskri stelpu, það var þvílíkt stuð. Það var farið í twister og limbó en þar sem maður er nú í fótbolta þá eru þetta ekki beint uppáhalds leikirnir mínir þannig að ég fylgdist bara spennt með dönsurunum og fimleikafólkinu :) Halla og ég fórum snemma heim þar sem við vorum að keppa daginn eftir.

Ætla að halda áfram við að læra eða lesa celebrity slúður á netinu,

bið að heilsa,

Ragna

p.s. Til hamingju með daginn í gær pabbi minn

3 Ummæli:

Þann 3:28 e.h. , Blogger Regína sagði...

Nákvæmlega! Það virðist vera að það gleymist að taka með í reikninginn að fólk er að koma í nýja menningu, vinnu, umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er ekki auðvelt. Og svo er oft hægara sagt en gert að kynnast innfæddum sem eru með stórt félagsnet og eru ekki mikið að leita út fyrir það.

Knús og kiss frá Klakanum!

Regína

 
Þann 9:21 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Var einhver afgangur af þessum kökum þarna í kökuvikunni??

 
Þann 7:31 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei, enginn afgangur. Það er svo mikil græðgi í þessum Dönum :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim