Halla og Ragna blogga frá Árósum

miðvikudagur, maí 02, 2007

Do You Know the Way to San José..tra..la..la..la..la

Maður hálfskammast sín fyrir þetta æðislega veður sem er búið að vera hér síðustu daga. Ef síðustu vikur apríl mánaðar voru svona þá get ég ekki beðið eftir maí mánuði... Af því tilefni var náttúrulega splæst í sumarkjól eða kjólum þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu en maður á nú alveg skilið smá sumargjöf og öll svörtu fötin mín eru bara ekki að gera sig í svona hita.Ég og Ragna skelltum okkur á tónleika með Midlake síðasta laugardag í Voxhall. Þeir brugðust ekki vonum okkar og voru dúndurgóðir. Ég var bara mest hissa á því hvað það voru fáir en mjög notalegt að þurfa ekki að vera í einhverjum troðningi.Á sunnudaginn kepptum við leik á móti ASA. Þetta lið var með jafn mörg stig og við fyrir leikinn svo að við máttum búast við jöfnum leik. Sem betur fer höfðum við betur eða unnum 2-0 þannig að við erum núna efstar í okkar seríu.


Á morgun er hinn árlegi kapsejlads eða kappróður milli háskóladeilda í Árósum. Þá mæta örugglega um tíu þúsund manns í háskólagarðinn og drekka bjór og hafa gaman. Það eru alls konar uppákomur og ég er mjög spennt fyrir þessu þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég fer. Stuðið byrjar klukkan tólf um hádegi og stendur fram á nótt.

Á föstudaginn ætlum við Ragna svo að fara til Cambridge og heimsækja Regínu og Bjössa enda ekki langt þangað til þau flytja heim svo að það er ekki seinna vænna en að skella sér til þeirra. Við hlökkum mikið til að sjá ykkur :)


En annars óska ég ykkur öllum góðrar helgar

Halla

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim