Halla og Ragna blogga frá Árósum

miðvikudagur, september 19, 2007

Ramadan Karim

Ramadan, fastan, er sem sé byrjuð aftur. Þar sem múslimar eru í minni hluta hérna þá er þetta aðeins öðruvísi en við upplifðum í Egyptalandi þar sem það voru aðallega útlendingar sem föstuðu ekki og samfélagið tók virkan þátt í þessu öllu saman. Mér fannst nú helvíti hart þegar bekkurinn ákvað að hafa kökudag svona fyrstu vikuna í Ramadan. Hvað er samt málið með kökudagana? Greyið þeir sem eru að fasta þurftu að horfa á alla hina troða í sig. Það eru nú samt ekki allir múslimar sem fasta. Kennarinn minn, Omar frá Írak, er að fasta í fyrsta skipti og hann ætlar bara að fasta föstudaga, laugardaga og sunnudaga þar sem hann segist ekki getað stundað vinnu annars. Hann segist ætla að fasta til að grennast. Veit ekki hvort hann var að djóka eða ekki en það segja flestir að það virki ekki. Það kom mér svolítið að óvart þegar hann sagðist sjá um eldamennskuna á sínu heimili. Ég hef ákveðið að fasta til tíu alla daga. Það er mitt framtak í Ramadan mánuði.

Annars er það að frétta að ég er farin að vinna á kaffihúsi í Storcenter Nord svona aðeins með skólanum. Það heitir Café 5. maj svo að endilega kíkið í kaffi. Ég verð þarna á morgun og föstudaginn ;) Svo er bara brjálað að gera í skólanum, boltanum og félagslífinu. Erum að keppa tvo leiki í þessari viku, einn á eftir og einn á sunnudaginn. Væri nú gaman að skora eins og eitt mark eða svo og kannski vinna leik.

Verð að ´smutte´

Halla

3 Ummæli:

Þann 11:41 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Halla gott hja þer að vera sma með i að fasta en ertu þa að meina 10 um morgun eða kvold? kv Ragga fyrverandi arosabui

 
Þann 9:16 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe ég var nú bara að djóka en annars meinti ég tíu um morguninn. Ég held að ég myndi ekki einu sinni meika það nema að ég svæfi til tíu :)

Halla

 
Þann 9:04 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ha ha ha ætlaði einmitt að spyrja að því sama.. að morgni eða kveldi:)

En já burtu með kökudaga, ég hata kökudaga!!! (en bara út af ofnæminu sko) myndi halda kökudaga alla virka daga ef ég væri ekki með þetta fjandans ofnæmi!

En já skvísur, verðum að fara að hittast, þið eigið allt of mikið líf!!!:)

Knús í köku:)

Silja

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim