Halla og Ragna blogga frá Árósum

mánudagur, september 24, 2007

Heyr heyr!

Mér finnst frábært framtak hjá þessum krökkum af erlendum uppruna að halda þetta málþing http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1293123 þetta er einmitt sem vantar í umræðuna á Íslandi, útskýringar á því hvernig er að aðlagast nýrri menningu, nýju samfélagi og þurfa að læra nýtt tungumál, það er sko meira en að segja það! Það vita allir sem hafa prófað það og að þora að standa fyrir framan fólk og tala á tungumáli sem þú kannt ekki 100% er bara virkilega erfitt og þarf mikið hugrekki til, manni líður alltaf svolítið "handicapped" þegar maður hefur ekki alveg tök á tungumálinu líka kannski af því að fólk er svo misjafnlega skilningsríkt.
Við höfum alveg gott af því að heyra meira um þetta því ég held að við séum ennþá svo miklir nýgræðingar í þessu en vonandi batnar það með frekar umræðu og fræðslu.

Annars er bara gott að frétta héðan úr Århus, veðrið er bara búið að vera frekar gott.
Það var "opstartsfest" hjá fótboltastelpunum á föstudaginn, alltaf ástæða til að halda partý. Á laugardaginn kíktum við á leik AGF-FC Nordsjælland, því miður töpuðu okkar menn en það var samt mjög gaman að fara á völlinn, alltaf stemning að fara á fótboltaleik. Mæli líka með því fyrir einhleypar stelpur að kíkja á völlinn, þarna eru karlmenn í meirihluta og ágætis kjötsýning ef ykkur finnst leikurinn ekki spennandi ;)
Um kvöldið kíktum við í innflutningspartý til Evu sem var að flytja niðrí bæ ásamt danskri stelpu, það var þvílíkt stuð. Það var farið í twister og limbó en þar sem maður er nú í fótbolta þá eru þetta ekki beint uppáhalds leikirnir mínir þannig að ég fylgdist bara spennt með dönsurunum og fimleikafólkinu :) Halla og ég fórum snemma heim þar sem við vorum að keppa daginn eftir.

Ætla að halda áfram við að læra eða lesa celebrity slúður á netinu,

bið að heilsa,

Ragna

p.s. Til hamingju með daginn í gær pabbi minn

miðvikudagur, september 19, 2007

Ramadan Karim

Ramadan, fastan, er sem sé byrjuð aftur. Þar sem múslimar eru í minni hluta hérna þá er þetta aðeins öðruvísi en við upplifðum í Egyptalandi þar sem það voru aðallega útlendingar sem föstuðu ekki og samfélagið tók virkan þátt í þessu öllu saman. Mér fannst nú helvíti hart þegar bekkurinn ákvað að hafa kökudag svona fyrstu vikuna í Ramadan. Hvað er samt málið með kökudagana? Greyið þeir sem eru að fasta þurftu að horfa á alla hina troða í sig. Það eru nú samt ekki allir múslimar sem fasta. Kennarinn minn, Omar frá Írak, er að fasta í fyrsta skipti og hann ætlar bara að fasta föstudaga, laugardaga og sunnudaga þar sem hann segist ekki getað stundað vinnu annars. Hann segist ætla að fasta til að grennast. Veit ekki hvort hann var að djóka eða ekki en það segja flestir að það virki ekki. Það kom mér svolítið að óvart þegar hann sagðist sjá um eldamennskuna á sínu heimili. Ég hef ákveðið að fasta til tíu alla daga. Það er mitt framtak í Ramadan mánuði.

Annars er það að frétta að ég er farin að vinna á kaffihúsi í Storcenter Nord svona aðeins með skólanum. Það heitir Café 5. maj svo að endilega kíkið í kaffi. Ég verð þarna á morgun og föstudaginn ;) Svo er bara brjálað að gera í skólanum, boltanum og félagslífinu. Erum að keppa tvo leiki í þessari viku, einn á eftir og einn á sunnudaginn. Væri nú gaman að skora eins og eitt mark eða svo og kannski vinna leik.

Verð að ´smutte´

Halla

föstudagur, september 07, 2007

Og så er vi hjem igen!

Æ hvað það er nú gott að vera komin heim til sín. Ekki að það hafi ekki verið æðislegt að vera á Íslandi og þá sérstaklega Djúpavogi heldur er bara svo þægilegt að vera hjá sínu dóti og svona... æi þið vitið hvað ég meina.

Ég er loksins búin að fá einkunnina mína fyrir BA ritgerðina og var bara mjög sátt með hana, fór fram úr björtustu vonum.
Skólinn byrjaði á mánudaginn og ég er semsagt að taka ensku sem sidefag sem tekur 2 annir og þá verð ég loksins búin með þetta BA nám. Ég er í hljóðfræði, formfræði, setningarfræði, enskum bókmenntum fleira spennandi. Við erum t.d. að lesa Shakespeare og fleiri skemmtilega höfunda. Allt námið fer fram á ensku allavega kennslan og það er ágætis tilbreyting en samt er ég svolítið rugluð núna þegar ég er vön að tala dönsku og hafa kennsluna á dönsku en það hlýtur að koma.
Halla er líka byrjuð í arabískunni á fullu og er náttúrulega með sömu kennara og ég, greyin, þeir hljóta að ruglast stundum.

Sigrún vinkona er flutt til Århus og við erum svoleiðis búnar að kæfa hana síðan hún kom hehe...
Hún er að taka kandidat í lögfræði og ég held að hún spjari sig bara ótrúlega vel hérna. Hún kom líka með okkur á fótboltaæfingu í vikunni og erum við allar að fara að keppa seinna í dag, það verður spennandi að sjá hvernig þolið er eftir sumarið.

Annars er ég búin að fá vinnu hérna sem þjónn þar sem ég er ekki í fullu námi þessa önn. Þetta er í gegnum vikar fyrirtæki sem eru með kúnna eins og Scandic hótelið, Helnan Marselis hótelið og fleiri flotta kúnna. Þetta er allt mjög þægilegt í sambandi við vaktir og svona. Það er bara hringt og spurt hvort maður geti unnið ákveðna daga og maður segir bara nei ef maður getur það ekki og þarf ekkert að spá í að redda einhverjum fyrir sig eða neitt svoleiðis þeir sjá bara um það.

Festugen lýkur svo um helgina þannig að eitthvað verður kíkt í bæinn í kvöld og á morgun. Við fórum á tónleika á Musikcaféen í gær. Það voru 3 hljómsveitir að spila og ein sem heitir Münich sem var alveg hrikalega flott, þau eiga pottþétt eftir að gera það gott.

En... þangað til næst, eigið góða helgi og áfram Ísland (og Danmörk)!!

Ragna