Halla og Ragna blogga frá Árósum

föstudagur, mars 21, 2008

¿Que pasa?

Við mæðgur í Parc Güell með Barcelona í bakgrunni


Kannski komin tími á eitt blogg eða svo?


Erum staddar í Barcelona eins og er í páskafríi með mömmu. Borgin er alveg yndisleg eins og allir voru reyndar búnir að segja við okkur. Kom mér á óvart hvað það er fínt hérna og allar byggingarnar eru svo fallegar, kannski eftir að maður er búin að vera í Kaíró þá eru allar stórborgir fallegar hehe...

Við búum í algjörri lúxus íbúð í eigu íslendinga hérna og stutt í allt eins og Metro og svona sem munar auðvitað öllu. Við erum erum svo sem ekki búnar að gera neitt svakalega mikið síðan við komum, löbbuðum Römbluna í gær og gegnum Barrio Gótica og í dag fórum við í Parc Güell í geggjuðu veðri þar sem Gaudí safnið er. Við kíktum aðeins út í gær með Hannesi, sænskum strák sem býr hérna og leigði herbergi hjá mömmu seinasta haust í 3 mánuði. Hann er búinn að búa hérna í ansi langan tíma, það er sérstaklega gaman að fá að upplifa svona "local" stemningu en ekki bara túrista dæmið. Á dagskránni er svo að fara í Dalí þorpið, skoða gömlu kirkjunna Sagrada Familia, kíkja á salsa bar (bara fyrir mömmu annars hefði ég aldrei samþykkt þetta) og svo væri geggjað að geta fengið miða á Barcelona leikinn á sunnudaginn og ef ekki þá eru 2 stórleikir í ensku deildinni sem við hljótum að geta séð á eitthvað af þessum börum hérna.


Annars er það að frétta af okkur að við erum nýfluttar í nýja íbúð sem er alveg hliðiná háskólanum, þvílíkt næs og enginn afsökun núna að mæta ekki í tíma. Fórum í saumaklúbb seinustu helgi hjá Möttu með öllum íslensku gellunum. Það var sem sagt kokteilkvöld a la sex & the city. Tvær af stelpunum höfðu verið svo sniðugar að panta hjálpartækjakynningu sem vakti mjög svo mikla lukku á meðal okkar stelpnanna. Þetta kemur bara í staðinn fyrir Tupperware kynningar hérna fyrir nokkrum árum. Þarf nú eiginlega að skella inn myndum frá þessu kvöldi við tækifæri.

Fótboltinn er náttúrulega byrjaður á fullu aftur, undirbúningstímabilið alveg meira en hálfnað erum að vísu bara búnar að keppa einn æfingarleik og ég náði einhvern veginn að slasa mig en vonandi er það ekkert alvarlegt.


Bið bara að heilsa í bili,


besos frá Barcelona


Ragna