Halla og Ragna blogga frá Árósum

föstudagur, mars 09, 2007

Flöskudagur kominn...

Vá, strax komin helgi. Þetta líður skuggalega hratt þessa dagana.

Ég fór með bekknum mínum í "hyttetur" þar sem við gistum eina nótt rétt fyrir utan Silkeborg í mjög sætum Skátaskála. Það var sumarbúðarfílingur í þessu. Þetta byrjaði allt mjög rólega, annað en ég hef vanist hérna, þ.e.a.s. það var ekki byrjað á Gammel dansk snafsi klukkan tíu. Svo um fimmleytið kom að þeim hluta sem ég var ALLS EKKI spennt fyrir.... underholdning. Okkur var skipt í nokkra hópa og allir áttu að leika sama leikritið með mismunandi útgáfum. Þetta þýddi náttúrulega bara það að ég opnaði fyrsta bjórinn. Okkar hópur þurfti að mime-a sem hentaði mér reyndar ágætlega :) En það er ótrúlegt með þessa Dani það er eins og þau fæðist með einhverja hæfileika til þess að geta leikið eins og þau fái borgað fyrir þetta. Meira að segja fólk sem segir ekki neitt allan daginn svo allt í einu á að fara að leika og það er bara ekkert mál. Þetta var reyndar mjög fyndið t.d. var eitt leikritið með ballet og óperuþema og það virtist ekki vera neitt vandamál fyrir leikarana að koma því til skila.

Svo var náttúrulega dansað, reyktar vatnspípur og dansað meira. Bekkurinn er mjög passleg samblanda af dönum og svo múslimum þannig að við fáum mikið að kynnast þeirra menningu sem að er frábært. Strákarnir eru rosalegir í dönsunum ég skil ekki hvernig er hægt að hreyfa sig svona. En það er alltaf stuð hjá þeim það er ekki hægt að segja annað.


Við fengum að vita í gær að það er búið að plana vikuferð til Sýrlands í haust og ég er mjög spennt fyrir henni því að mig langar í skiptinám til Sýrlandi á þriðju önn þannig að það væri snilld að kíkja á þetta fyrst.

Síðasta helgi fór svo í Íslendingadjamm en Sindri, Dilja, Hjalti, Eyrún, Árný, Unnur Jóna og Margrét voru hér í heimsókn svo að það vantaði ekki stuðið. Svo var farið á Train á laugardagskvöldið með Mareni, Silju, Margréti, Þór og þremur dönskum súkkulaðigaurum :)

Þessi helgi verður með rólegra móti enda var þetta orðið ágætt síðustu helgi. Allavega var ég komin með ógeð á laugardagsnóttinni. En við erum að keppa einn æfingaleik á morgun og svo förum við á tónleika um kvöldið eða svona hljómsveitakeppni en Danny og Hlynur eru í einni hljómsveitinni svo að við förum að styðja. Mjög spennó og verður örugglega gaman.

Ég var að setja inn fullt af nýjum myndum. Þannig að endilega kíkið á þær hér
.

Góða helgi, Halla

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim