Halla og Ragna blogga frá Árósum

föstudagur, september 07, 2007

Og så er vi hjem igen!

Æ hvað það er nú gott að vera komin heim til sín. Ekki að það hafi ekki verið æðislegt að vera á Íslandi og þá sérstaklega Djúpavogi heldur er bara svo þægilegt að vera hjá sínu dóti og svona... æi þið vitið hvað ég meina.

Ég er loksins búin að fá einkunnina mína fyrir BA ritgerðina og var bara mjög sátt með hana, fór fram úr björtustu vonum.
Skólinn byrjaði á mánudaginn og ég er semsagt að taka ensku sem sidefag sem tekur 2 annir og þá verð ég loksins búin með þetta BA nám. Ég er í hljóðfræði, formfræði, setningarfræði, enskum bókmenntum fleira spennandi. Við erum t.d. að lesa Shakespeare og fleiri skemmtilega höfunda. Allt námið fer fram á ensku allavega kennslan og það er ágætis tilbreyting en samt er ég svolítið rugluð núna þegar ég er vön að tala dönsku og hafa kennsluna á dönsku en það hlýtur að koma.
Halla er líka byrjuð í arabískunni á fullu og er náttúrulega með sömu kennara og ég, greyin, þeir hljóta að ruglast stundum.

Sigrún vinkona er flutt til Århus og við erum svoleiðis búnar að kæfa hana síðan hún kom hehe...
Hún er að taka kandidat í lögfræði og ég held að hún spjari sig bara ótrúlega vel hérna. Hún kom líka með okkur á fótboltaæfingu í vikunni og erum við allar að fara að keppa seinna í dag, það verður spennandi að sjá hvernig þolið er eftir sumarið.

Annars er ég búin að fá vinnu hérna sem þjónn þar sem ég er ekki í fullu námi þessa önn. Þetta er í gegnum vikar fyrirtæki sem eru með kúnna eins og Scandic hótelið, Helnan Marselis hótelið og fleiri flotta kúnna. Þetta er allt mjög þægilegt í sambandi við vaktir og svona. Það er bara hringt og spurt hvort maður geti unnið ákveðna daga og maður segir bara nei ef maður getur það ekki og þarf ekkert að spá í að redda einhverjum fyrir sig eða neitt svoleiðis þeir sjá bara um það.

Festugen lýkur svo um helgina þannig að eitthvað verður kíkt í bæinn í kvöld og á morgun. Við fórum á tónleika á Musikcaféen í gær. Það voru 3 hljómsveitir að spila og ein sem heitir Münich sem var alveg hrikalega flott, þau eiga pottþétt eftir að gera það gott.

En... þangað til næst, eigið góða helgi og áfram Ísland (og Danmörk)!!

Ragna

3 Ummæli:

Þann 4:15 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Bíðið bíðið...er bara farið að blogga almennilega?? Ánægð með ykkur, keep up the good work he he
En já, á ekki að fara í Uniparken á fös???

Verðið í bandi;)

p.s. já ha ha kennararnir hennar Höllu hljóta að hafa verið pínu ruglaðir fyrst;)

 
Þann 4:15 e.h. , Blogger Halla og Ragna sagði...

Þetta er orðið svoldið almennilegt :D Sjáum hvað þetta dugar lengi en jújú, við verðum að vinna við fótboltamótið þannig að endilega kíkja á okkur og svo verður stuð um kvöldið :)

 
Þann 7:19 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með BA ritgerðina elsku Ragna mín. Kíkji annars alltaf reglulega á ykkur, hér í sveitinni er kominn vetur, fjöllin orðin alhvít og íííískalt

Kiss og knús og allt það...

Bryndís

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim