Halla og Ragna blogga frá Árósum

miðvikudagur, desember 12, 2007

8 dagar í heimkomu :D

Shit, ég þjáist af óstjórnanlegu bloggleti, hvað er það? Fullt að gerast en ég nenni bara ekki að segja frá því, hehe... ekki að ég sé að monta mig en ég lifi svo geðveikt skemmtilegu lífi, stundum öfunda ég sjálfa mig hvað ég lifi skemmtilegu lífi...:D

Allavega, þá erum við systur búnar í prófum og komnar í jólafrí. Ég tók próf í enskri hljóðfræði og hlóðkerfisfræði (phonetics & phonology) eða hvað sem þetta heitir nú á íslensku og Halla tók skriflegt próf í arabísku og komst af því að hún hefur ekki tekið skriflegt próf síðan í Verzló, hvað er það? En Halla þarf víst að fara í munnlegt próf í janúar en ekki ég þannig að ég er í fríi þangað til 1. febrúar, kannski maður ætti að fá sér einhverja vinnu þangað til?

Það var julefrokost hjá okkur fótboltastelpunum seinustu helgi. Festen var haldin hjá okkur hérna í fælles kjallaranum og eins og við mátti búast þá var þetta þvílíkt gaman, þessi hópur er náttúrulega bara algjört æði. Það var drukkinn snafs, farið í pakkaleik (margir pakkar mjög skemmtilega pakkaðir inn t.d. einn eins og ákveðinn líkamspartur á karlmönnum gerður úr tveim mandarínum og snafsflösku) og dansað fram á rauða nótt. Þegar líða tók á snafsinn þá fór að losna um málbeinið hjá stelpunum og hérna koma dæmi um setningar sem komu fram í sögum sem sagðar voru þetta kvöld "Hvor vil du have den kælling?!", "den var så stor at jeg ikke engang kunne have den i munden", "drenge vil i lege med vores bolde". Ótrúlegt hvað stelpur geta skemmt sér vel án stráka.

Vikan framundan er vinna, afmælisparty um helgina, jólagjafainnkaup og svo heimferð og það verður DeJlIgT.

Hafiði það gott í bili,

Jólakveðja Ragna og hér er mynd af okkur þríburunum í jólagír í julefrokost


föstudagur, desember 07, 2007

Svona verðum við (ég, Halla og Sigrún) þegar við komumst í jólafrí. Hafið hljóð á því það er miklu skemmtilegra :D

Blogga seinna í dag þegar ég er búin í þessu fu*ing prófi eða eftir helgi, ég lofa!


Knús, Ragna