Grein í Morgunblaðinu
Ef þið hafið áhuga á að lesa grein um okkur systur sem birtist í Morgunblaðinu í dag þá setti ég link á hana hérna: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1130671.
Kveðja Halla
Ef þið hafið áhuga á að lesa grein um okkur systur sem birtist í Morgunblaðinu í dag þá setti ég link á hana hérna: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1130671.
Enn ein helgin að baki og hún var sko ekki leiðinleg. Við skelltum okkur á þorrablót Íslendingafélagsins og það í fyrsta skipti en klárlega ekki síðasta og það var ekkert smá mikið stuð. Við fórum að vísu ekki á matinn en vorum mættar á slaginu 22:00 þegar húsið opnaði fyrir dansleik. Sixties spilaði og það var svo troðið á dansgólfinu að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er náttúrulega alltaf stuð í kringum Silju, Maren, Hlyn, Eddu, Öldu, Lovísu og Helga og það var engin undantekning í þetta skiptið. Að vísu ákváðum ég og Ragna að taka með okkur Tópas pela og bjóða upp á snafs og þar sem ég þurfti að geyma pelann þá endaði það með því að ég drakk mest af þessu. Við skulum bara segja að ég ætla ekki að bjóðast til þess í næsta skipti. Reyndar fannst ekki jakkinn minn þegar ég var að fara svo að ég auglýsi hér með eftir honum. Hann hefur mikið tilfinningalegt gildi og ég sakna hans :´( Ef þið vitið eitthvað um þetta mál þá megiði endilega láta mig vita.
Vorum að setja inn myndir frá Hawaii partýinu síðustu helgi. Þetta var svaka stuð og ef þið viljið lesa meira um það þá eru góðar lýsingar af partýinu inn á síðunni hennar Marenar og líka fullt af myndum og hjá Ísdrottningunum.
Jább, við erum þroskaðar systur.
Góða helgi allir saman
Þá erum við loksins komnar til Århus aftur eftir rúmlega 4. mánaða flakk. Það má nú eiginlega segja að þetta sé það sem við erum farnar að kalla heima sú var allavega tilfinningin þegar við stigum inn í íbúðina okkur síðasta fimmtudagskvöld.