Halla og Ragna blogga frá Árósum

fimmtudagur, mars 01, 2007

Vorið að koma?

Það er sko ekkert bara hægt að tala um veðrið á Íslandi neinei, það er sko alveg hægt að tala um það hérna líka. Í seinustu viku snjóaði svo mikið að allt hérna í Århus lamaðist algjörlega. Skólanum var aflýst á fimmtudag og föstudag og strætóarnir keyrðu ekki nema í miðbænum. En það stöðvaði samt alls ekki fólk í að fara í bæinn um helgina ef eitthvað var þá voru fleiri í bænum en venjulega. Held að allir hafi verið komnir með svo mikið ógeð af því að hanga heima að þau urðu bara að fara í bæinn. Við létum það allavega ekki stoppa okkur, skelltum okkur bara í snjóbuxur, úlpu og gönguskó og skelltum fínu skónum í töskuna :) En núna er eiginlega allur snjórinn farinn, ilhamdulillah, og ég er ekki frá því að vorið sé bara að koma.
Í gær buðum við systur Soffíu Tinnu og Steinunni í mat til okkar. Það var sem sagt arabískur forréttur og asískur aðalréttur, voða "kúltural" hjá okkur. Það heppnaðist bara allt mjög vel nema Wara 'inab rúllurnar úff...alls ekki góðar. Þrátt fyrir það áttum viðmvoða huggulega stund saman, alveg nauðsynlegt að gera svona af og til.

Halla skellti sér í "hyttetur" með bekknum sínum í dag og koma þau tilbaka á morgun. Allir nýnemar fara í svona ferð til að þjappa hópnum saman. Það verður örugglega mjög gaman hjá henni og ég er ein heima á meðan, finnst það alltaf pínu "notó" :)

Annars er helgin að sjálfsögðu fullbókuð eins og venjulega, partý, ball og nokkrir austfirðingar ætla að láta sjá sig hérna í Århus :)
Læt fylgja nokkar myndir með síðan um helgina.
Góða helgi allir,
knus Ragna


Sem sagt ekki að fara á hjóli.

Tilbúin á djammið

Halla og Soffía með smá dansatriði

Jenný og Soffía alveg með þetta á hreinu

Og það sem er nauðsynlegt í hverju Íslendingapartýi: Tópas ekkert helv... GaJol!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim