Halla og Ragna blogga frá Árósum

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Senn líður að heimferð

Erum staddar í Reykjavík núna og erum á leiðinni aftur til Árósa næsta laugardag. Fórum frá Djúpavogi á laugardaginn og það var svolítið erfitt að kveðja. Ætlum að nýta þessa viku í alls konar stúss og auðvitað knúsa fjölskyldu og vini. Skólinn byrjar svo á fullu á mánudaginn. Ég er þá að byrja á annarri önn af sjö í arabískunni. Ragna er að taka síðustu einingarnar sínar og hún er að fara í ensku á þessari önn og þarf sennilega að taka eitthvað á næstu önn líka.

Sumarið er búið að vera yndislegt. Vorum meira og minna í vinnunni enda fengum við útrás fyrir djammsvelti sumarsins á laugardaginn en þá fórum við í innflutningspartý til Njalla og Skúla. Þetta var nú eins og Kongó reunion því það voru svo margir Kongóbúar þarna. Ekkert smá gaman að hitta þá áður en maður fer út aftur.Valdís var að setja inn myndir frá Hróarskeldu. Getið skoðað þær hér : http://valdis.myphotoalbum.com/ . Þvílíkt gaman að skoða þetta. Var svo hrikalega gaman hjá okkur.Þangað til næst

Halla

1 Ummæli:

Þann 9:22 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já þið segið nokkuð með matarboðið! Ég bjalla í ykkur fljótlega og læt ykkur vita hvenær núðlurnar verða tilbúnar.. nii
Ég heiri í ykkur!:p

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim