Halla og Ragna blogga frá Árósum

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Senn líður að heimferð

Erum staddar í Reykjavík núna og erum á leiðinni aftur til Árósa næsta laugardag. Fórum frá Djúpavogi á laugardaginn og það var svolítið erfitt að kveðja. Ætlum að nýta þessa viku í alls konar stúss og auðvitað knúsa fjölskyldu og vini. Skólinn byrjar svo á fullu á mánudaginn. Ég er þá að byrja á annarri önn af sjö í arabískunni. Ragna er að taka síðustu einingarnar sínar og hún er að fara í ensku á þessari önn og þarf sennilega að taka eitthvað á næstu önn líka.

Sumarið er búið að vera yndislegt. Vorum meira og minna í vinnunni enda fengum við útrás fyrir djammsvelti sumarsins á laugardaginn en þá fórum við í innflutningspartý til Njalla og Skúla. Þetta var nú eins og Kongó reunion því það voru svo margir Kongóbúar þarna. Ekkert smá gaman að hitta þá áður en maður fer út aftur.Valdís var að setja inn myndir frá Hróarskeldu. Getið skoðað þær hér : http://valdis.myphotoalbum.com/ . Þvílíkt gaman að skoða þetta. Var svo hrikalega gaman hjá okkur.Þangað til næst

Halla

föstudagur, ágúst 17, 2007

Myndir frá sumrinu

Það er ýmislegt gert sér til dægrastyttingar hérna og ég er búin að setja inn fullt af myndum m.a. frá L.u.n.g.a. , Todmobile balli á Neskaupsstað, rúntinum og fleira sprell.
Til þess að skoða myndir getiði farið inn á Myndasíðan okkar hér til hliðar og Myndir 2007.

Góða helgi og áfram Neisti

Halla

laugardagur, ágúst 04, 2007

Halló Við Voginn

Gestir útihátíðarinnar Halló Við Voginn geta ekki kvartað yfir veðrinu en það hefur leikið við útihátíðargesti sem eru aðallega af erlendu bergi brotnu en þó einhverjir núverandi og fyrrverandi Kongóbúar þar á meðal og hafa þeir gætt sér á dýrindis fiskisúpu, hamborgurum, pylsum, samlokum að ógleymdri súkkulaðikökunni.

Maður verður bara að gera gott úr þessu fyrst maður er ekki að fara neitt. Fékk þvílíkan fiðring áðan þegar ég sá myndir frá Þjóðhátíð. Huggaði mig við það að veðrið yrði hvort sem er ömurlegt og maður væri búinn með rigningartjaldferðalagspakkann þetta sumarið en nei það var náttúrulega geggjað veður í Eyjum svo að það er spurning hvort maður drekkji ekki bara sorgum sínum í kvöld. En við ætlum bara að skella okkur á Todmobile á morgun svo það þýðir ekkert að væla.

Læt fylgja tvær myndir af fegurðinni hérna


Bjútifúl....bjútifúl
Setning helgarinnar: What´s the story drunken whore-y?
Halla