Halla og Ragna blogga frá Árósum

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Og så er vi hjem igen!

Þá erum við loksins komnar til Århus aftur eftir rúmlega 4. mánaða flakk. Það má nú eiginlega segja að þetta sé það sem við erum farnar að kalla heima sú var allavega tilfinningin þegar við stigum inn í íbúðina okkur síðasta fimmtudagskvöld.
Strákarnir sem voru að framleigja íbúðina okkar (með öllu dótinu okkar því við gátum náttúrulega ekki geymt það neins staðar) skildu allt voðalega vel eftir sig, allt var mjög hreint og fínt og þeir meira að segja skildu eftir blómvönd og rauðvín handa okkur! Algjörar dúllur :)

Föstudagurinn eftir komuna til Århus fór í að bera upp alla kassana sem við höfðum farið með niðrí skúrinn okkar á meðan við vorum í burtu, föt, myndir og fleira. Síðan opnuðum við rauðvínsflöskuna sem strákarnir gáfu okkur og fórum niðrí bæ í heimsókn til Soffíu Tinnu og Árnýjar á Kystvejen. Kíktum aðeins með þeim á Fredagsbar i Arkitektaskólanum, kíktum smá í bæinn og hittum fleiri vini og enduðum svo á Shawarma King mmmmm..........

Á laugardaginn fórum við svo út að borða með systrunum Öldu, Brynju og Eddu vinkonum okkar hérna og Nínu frænku þeirra á veitingastaðinn Ítalíu og kíktum svo í Hawaii partý með fleiri Íslendingum. Eins og alltaf þegar Íslendingar koma saman þá er mikið drukkið, mikið fíflast og mikið hlegið. Tókum mikið af myndum þetta kvöld sem koma bráðlega á myndasíðuna okkar.

Sunnudagurinn var svo tekinn "hygge". Skólinn byrjaði hjá okkur á mánudaginn og var bara mjög fínt að byrja aftur. Við vorum báðar farnar að sakna þess mikils að hafa smá rútínu, manni finnst maður aldrei koma neinu í verk nema að hafa smá skipulag á lífinu og nóg að gera.

Fyrsta fótboltaæfingin var í gær. Undirbúningstímabilið að byrja sem er alltaf erfitt og erum við svoleiðis að þjást fyrir það í dag en það er pínu gott líka :) Danir þekkja sko ekki neitt sem heita inniæfingar og æfa alltaf úti og það er alveg sama hvernig viðrar og þar sem við erum frá Íslandi þá finnst okkur ekki við hæfi að kvarta og bítum bara á jaxlinn :/

Svo er bara nóg að gera framundan meiri skóli, fótbolti, æfingabúðir, þorrablót, Sálin og Stuðmenn, Pearl Jam og Dodo And The Dodo's :)


Við viljum óska elsku bestu stóru systur okkar til hamingju með daginn, hún er 27 ára stelpan í dag og líka til lukku með að vera búin með mastersritgerðina í sálfræði, já stelpan okkar er orðin sálfræðingur, þessi elska, vildi að við gætum verði hjá þér dúllan okkar en við erum að hugsa til þín, knús og kossar frá okkur og svo átti þessi myndarlegi frændi okkar líka afmæli þann 4. feb og fær hann hamingjuóskir frá okkur!


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim